Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-9 C
Reykjavik

Ekki hrifinn af Heimferðadeild lögreglunnar: „Þeim leið ekki eins og þau væru á leiðinni heim“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan er nýfarin að kalla stoðdeild sína „Heimferða- og fylgdardeild“ en Egill Helgason er ekki hrifinn af því nafni.

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir orðið Heimferðadeild vera „orðskrípi“.

„Heimferðadeild er agalegt orðskrípi – það sem kallast „newspeak“ hjá George Orwell. Ef á Íslandi væri fasistastjórn eða geisaði stríð, ég hefði komist burt en væri sendur aftur til landsins – þá myndi ég eiginlega ekki líta svo á að ég væri á leiðinni heim,“ þannig hefst Facebook-færsla Egils en hann á vini frá Venesúaela sem nýlega neyddust til að snúa aftur til heimalandsins, þvert gegn vilja sínum.

Egill heldur áfram:

„Og vinum mínum frá Venesúela sem var vísað burt frá Íslandi í vor og þurftu að fara alla leið þangað – þeim leið ekki eins og þau væru á leiðinni „heim“. Þau eru nú í landi þar sem glæpamenn eru við völd, þaðan sem flestir vinir þeirra og ættingjar eru farnir, þar sem er illmögulegt að afla sér lífsviðurværis og þar sem er ekki óhætt að fara út eftir myrkur. Það er ekki „heim“.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -