Benedikt Sveinsson, lögmaður og athafnamaður, er látinn. Hann varð 86 ára. Benedikt fæddist í Reykjavík 31. júlí 1938. Hann bjó í Garðabæ frá árinu 1966. Hann nam viðskiptafræði við Minnesotaháskóla og var hæstaréttarlögmaður frá 1969.
Benedikt var sonur Helgu Ingimundardóttur og Sveins Benediktssonar. Hann var gjarnan kenndur við Enegeyjarættina sem hefur verið fyrirferðarmikil og umdeild í íslenskum stjórnmálum og atvinnulífi. Sjálfur gekk Sveinn í gegnum ýmsa storma á seinni hluta lífsferilsins og var miðpuntur harðra pólitískra deilna.
Benedikt var einn helsti valdamaður í íslensku athafnalífi um áratugaskeið. Hann sat í stjórn ótal fyrirtækja. Sjóvá-Almennar, Eimskip, Burðarás, Flugleiðir, Marel, SR mjöl, Grandi og Nesskip voru þeirra á meðal.
Eftirlifandi eiginkona Benedikts er Guðríður Jónsdóttir og varð þeim þriggja sona auðið. Þeir eru Sveinn tölvunarfræðingur, Jón rafmagnsverkfræðingur og Bjarni, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Barnabörn Benedikts og Guðríðar eru átta og barnabarnabörnin fjögur.
Vísir sagði fyrst frá andláti Sveins.