Hollywood-leikarinn Michael Madsen hefur formlega sótt um skilnað frá eiginkonu sinni en hann segist vera fórnarlamb misnotkunar af hennar völdum. Þá segist hann trúa því að eiginkonan hafi valdið því að sonur þeirra framdi sjálfsvíg.
Leikarinn, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í Kill Bill 1, Reservoir Dogs og The Hateful Eight, lagði fram skilnaðarbeiðnina í gær, þar sem hann vitnaði til óyfirstíganlegs ágreinings í skjalinu og hélt því fram að hann hafi í raun skilið við eiginkonu sína, DeAnna Madsen, í janúar 2022.
Þrátt fyrir að hann hafi hakað við reitinn „óyfirstíganlegur ágreiningur“, fylgdi einnig yfirlýsing með beiðninni frá Michael, þar sem hann sagði að ástæðan væri mun meiri en bara ágreiningur. Michael segir að hann hafi skilið við eiginkonu sína árið 2022 vegna þess að hann trúir því að „vanræksla hennar, drykkja og áfengissýki“ hafi rekið son þeirra Hudson til að svipta sig lífi.
Madsen bætir við að DeAnna, sem hann giftist árið 1996, hafi einnig stuðlað að vandamálum sínum og að sambandið hafi einkennst af „misnotkun, meðvirkni og eitri“ sem hann segir að hafi endað með ólögmætri handtöku hans vegna heimilisofbeldis í síðasta mánuði.Madsen var handtekinn í síðasta mánuði vegna ákæru um minniháttar heimilisofbeldi eftir að lögreglan sagði að hann hefði ýtt DeÖnnu. Hann lagði fram 20 þúsund dala tryggingu ekki löngu síðar. Í vikunni á eftir sagði héraðssaksóknari L.A. sýslu kæra yrði ekki lögð fram vegna ófullnægjandi sönnunargagna.
Núna, ofan á skilnaðinn, sækir Madsen líka eftir nálgunarbanni vegna heimilisofbeldis eiginkonunnar.Fjölmiðlafulltrúi Madsen sagði TMZ á þeim tíma að hann væri ánægður með að skjólstæðingur hans gæti nú hætt að hugsa um handtökuna og líta fram á við og nú lítur út fyrir að hann sé að gera það sama með hjónabandið.
Starfslið Michaels og fjölmiðlafulltrúinn neituðu að tjá sig frekar. TMZ hafði samband við DeÖnnu en hefur enn engin svör fengið.
Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent er á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.