Mánudagur 30. desember, 2024
-7.2 C
Reykjavik

Skerjafjarðarskáldinu er gróflega misboðið: „Í mínum huga hreinlega glæpsamlegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skáldinu Kristjáni Hreinssyni er gróflega misboðið og hreiniega krefst þess að fá afsökunarbeiðni frá pistlahöfundi sem dirfðist að nefna grein sína eftir heiti á lagatexta sem Kristján samdi.

Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson skrifaði harðorða færslu á Facebook í morgun þar sem hann hneikslast á nafngift greinar sem Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifaði í gær. Greinin ber heitið „Dansaðu vindur“ og fjallar um einkavæðingu orkulinda og vindmyllur. Af hverju hneikslar nafngiftin skáldið? Nú, hann samdi þekkt jólalag með sama nafni.

„MÉR ER MISBOÐIÐ

Ég sá í gær fullkomlega óviðeigandi aðdróttun að heiðri listamanns. Reyndar er þetta alvöru árás á höfundarétt og þar eð ég á hlut að máli, vil ég að á mig verði hlustað.

Forsagan er sú að Berglind Ósk Guðmundsdóttir (sem ég þekki ekkert og veit ekkert um), skrifar 19. september ’24 grein sem ber tilil frægs söngtexta. Greinin heitir „Dansaðu vindur“ og fjallar um vindmyllur og einkavæðingu orkulinda.“ Þannig hefst færsla Kristjáns og heldur síðan áfram:

„Þar segir: „Á Íslandi er eftirspurnin eftir raforku mikil. Það er jákvætt að atvinnulífið sé svo blómlegt að umframeftirspurn hafi myndast en neikvætt ef stjórnvöld ná ekki að tryggja að af framkvæmdum verði vegna seinagangs í uppbyggingu á raforkukerfinu.“ Að nota nafn á einu frægasta jólalagi Íslendinga til þess að opna fyrir að örfáir auðmenn nái að eignast alla raforku á Íslandi, það er í mínum huga hreinlega glæpsamlegt. Þessi texti er mörgu fólki ástkær og hefur ekkert með vindmyllur að gera.“

Í næstu orðum sínum hótar skáldið lögsókn á þá vindmyllusinna sem ætli sér að nota slagorð sem sótt er beint í kveðskap þess:

- Auglýsing -

„Ef þeir sem heimta að öll raforka verði einkavædd og gera kröfu um að vindmyllum verði komið fyrir á víð og dreif um Ísland, ætla að nota slagorð sem beint er sótt í minn kveðskap þá munu kærumál fara af stað. Með því að nota titil frægs söngtexta, Dansaðu vindur, í pólitískum tilgangi, er alvarlega vegið að sæmdarrétti mínum. Á Wikipedia segir réttilega um þennan hluta höfundaréttar: „Sæmdarréttur leiðir af þeirri hugmynd að verk höfundar sé framlenging á persónu hans. Sæmdarrétturinn er þannig oftast persónubundinn (aðeins höfundurinn sjálfur getur verið málsaðili) og óframseljanlegur, öfugt við hinn meginhluta höfundaréttar, fjárhagslegu réttindin“.“

Að lokum krefst Kristján þess að Berglind Ósk biðji hann opinberlega afsökunar.

„Í fyrstu er það ósk mín að Berglind Ósk Guðmundsdóttir, biðji mig opinberlega afsökunar og fjarlægi textaheiti mitt af grein sinni. Öllu sómakæru fólki ætti að skiljast að svona gerir maður ekki.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -