Ansi mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt; eins og segir í skeyti lögreglunnar – dagbókini góðu.
Barst til dæmis tilkynning um að menn í sjálfrennireið hefðu sést brúka loftbyssu í miðborginni.
Uppi varð fótur og fit og meira en talsverður viðbúnaður var vegna þessa. Hinir grunuðu voru gripnir; kom þá á daginn að um leikfangabyssu var að ræða.
Aðili var tekinn höndum í heimahúsi; grunaður um líkamsárás; þá voru tveir aðilar handteknir í öðru húsi – voru þeir ofurölvi og grunaðir um innbrot.
Þá var lögregla kölluð til vegna aðila er ráðist hafði að starfsfólki hótels í miðborginni og annars aðila sem var æstur mjög og kýldi í gler á bensínstöð í úthverfi og hvarf við svo búið á brott.