- Auglýsing -
Spáð er norðlægri eða breytilegri átt í dag; þremur til átta metrum á sekúndu – og víða mun verða léttskýjað.
Austanlands og syðst á landinu verður að öllum líkindum skýjað – að mestu – og líkur eru taldar á stöku skúrum.
Mun hiti verða á bilinu fimm til tíu stig.
Á morgun er reiknað með hægviðri og léttskýjuðu, en eftir það mun ganga í norðanátt með éljum á Norður- og Austurlandi; áfram verður bjartviðri sunnan heiða.