„Það verður sennilega dauft á aðalfundinum í haust, sem er þó ekki óþekkt, eins og nafn félagsins gefur til kynna. Tvær umsóknir liggja fyrir um inngöngu í félagið, annars vegar frá fyrrverandi forsætisráðherra og hins vegar frá fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem enginn skilur af hverju er ekki löngu kominn með fulla aðild.“
Þá segist Brynjar hafa fengið boð um að ganga í annað félag og nefnir þrjú skilyrði sem þarf að uppfylla til að komast í það félag. Segir hann Sigmund Davíð Gunnlaugsson vera stofnandi félagsins en nefnir ekki hvort um sé að ræða Miðflokkinn eða einhvern allt annað félag. Í lokaorðum sínum getur Brynjar ekki stillt sér um að skjóta á vinstri menn, sem fara mikið í taugarnar á hægri manninum.