Mánudagur 23. september, 2024
5.5 C
Reykjavik

Maður grunaður um morð á föður sínum, stjúpmóður og stjúpbróður: „Eitthvað slæmt hefur gerst“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hrollvekjandi skilaboð sem maður sem sakaður er um að hafa myrt föður sinn, stjúpmömmu og 13 ára stjúpbróður, sendi eftir að hafa framið morðin, hafa verið opinberuð. Þá hefur einnig verið sagt frá ótta stjúpmömmunnar fyrir morðin.

Nýjar upplýsingar hafa komið fram í dularfullum morðum á embættismanni í Vermont-ríki, Brian Crossman eldri, 46, eiginkonu hans Ericu Crossman, 41 árs, og 13 ára syni Ericu, Colin Taft.

Lík Pawlet-tríósins fundust árla morguns 15. september, eftir að lögreglumenn ríkislögreglunnar brugðust við því sem þeir sögðu upphaflega vera „símtal þar sem tilkynnt var um grunsamlegan einstakling“. Hinn grunsamlegi var sagður vera nokkuð blóðugur, að því er fram kemur í upprunalegri skýrslu lögreglunnar.

Síðar fundu lögreglumenn líkin þrjú á heimili skammt frá og sögðu dauðsföllin „grunsamleg“. Skoðunarlæknirinn komst að þeirri niðurstöðu að „dánarorsök Brian Crossman væri skotsár á höfði og bol, Ericu Crossman var skotsár á höfði og Colin Taft voru fjöldi skotsára“. Voru dauðsföllin því metin sem morð.

Deili á hinum grunsamlega manni var ráðgáta þar til síðdegis á föstudag, þegar embættismenn lögreglunnar sögðu hann vera hinn 22 ára Brian Crossman Jr., son, stjúpson og stjúpbróður fórnarlambanna þriggja. Crossman eldri og kona hans höfðu aðeins verið gift síðan í júlí.

Lögreglan í Vermont fylki fékk á föstudag handtökuskipun á hendur Crossman Jr., sem nú á yfir höfði sér morðákærur fyrir banvænar skotárásir á föður sinn, stjúpmóður og son hennar. Sagt er að hann hafi verið handtekinn þegar hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í New York þar sem hann var lagður inn síðastliðinn sunnudag.

- Auglýsing -

„Sönnunargögn sýna að morðin áttu sér stað snemma sunnudagsmorguns, 15. september, inni á heimili fjölskyldunnar á Vermont-leið 133 þar sem Crossman eldri deildi heimili með eiginkonu sinni og stjúpsyni,“ sagði lögreglan, sem bætti við að hann væri í haldi án tryggingar þar til hann kæmi fram fyrir dómara í New York og framsal hans til Vermont væri orðið að veruleika.

„Rannsókn lögreglunnar í Vermont fylki leiddi í ljós mikilvæg sönnunargögn sem tengdu Crossman Jr. við morðin, þar á meðal stafrænar upplýsingar, yfirlýsingar, áverka og ýmis viðtöl,“ bættu þeir við.

Samkvæmt handtökuyfirlýsingunni, bjó Crossman Jr. með móður sinni í New York en var hjá föður sínum í Pawlet um helgina. Hann hringdi í lögregluna um fjögurleytið og sagðist hafa farið út að ganga og þegar hann hafi snúið aftur hafi hann uppgötvað líkin þrjú. Hann féllst á að hitta yfirvöld á bílastæði í nágrenninu skóla, sem hann er sagður hafa ekið að í vörubíl föður síns, alblóðugur.

- Auglýsing -

Samkvæmt Bennington Banner, þar sem einnig er vitnað í handtökuyfirlýsinguna, sagðist hann hafa útskýrt blóðið með því að segja að hann hafi „reynt að draga föður sinn … út fyrir húsið“. Crossman Jr. virtist einnig vera með „ferskt“ sár á öxlinni, sem yfirvöld tóku fram að það passaði því öxlin er „þar sem skotmaður setur venjulega skaftið á langri byssu til að skjóta með henni.“

Rannsakendur telja að að minnsta kosti tvær mismunandi haglabyssur, geymdar í „byssuherbergi“ á heimilinu, hafi verið notaðar við morðin. Eldhúsið var blóðugt, keðjusög fannst einnig á eldhúsbekknum en skotfæri fundust um allt heimilið.

Fjölskyldumeðlimir sögðust hafa sagt yfirvöldum að hinn grunaði væri með geðræn vandamál, væri „vanur skotvopnum“ og átti í „erfiðum samskiptum“ við föður sinn. Móðir hans sagði að hann fengið „andlegt áfall“ um mánuði áður og sagði yfirvöldum að hann hefði mögulega þjáðst af geðklofa.

Vinkona Ericu Crossman að hún væri hrædd við að vera ein með syni eiginmanns síns og væri hrædd vegna komandi helgi, sérstaklega vegna þess að Crossman St. yrði á vakt hjá rafmagnsfyrirtækinu á staðnum.

Móðir hins grunaða sagði einnig að um klukkan 4:35 að morgni morðanna hafi hún fengið skilaboð frá syni sínum þar sem hann sagði: „að eitthvað slæmt hefði gerst, að hann elskaði hana, að hún myndi að lokum heyra um það sem gerðist síðar.“ Hann er einnig sagður hafa sent Facebook skilaboð til einhvers annars um svipað leyti og sagt: „Ég elska þig“ og bætti við „pabbi er dáinn“.

Sagt er að önnur yfirheyrsla hafi verið ákveðin í þessari viku í New York.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -