Mánudagur 23. september, 2024
5.7 C
Reykjavik

Nakti maðurinn á Suðurlandsvegi var Gummi Emil: „Mikil mildi að ekki fór verr fyrir mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nakti maðurinn á Suðurlandsvegi í gær var einkaþjálfarinn og áhrifavaldurinn Guðmundur Emil Jóhansson. Hann sendi frá sér tilkynningu á Instagram í morgun þar sem hann útskýrir málið.

Guðmundur Emil segir í yfirlýsingu á Instagram að hann hafi ákveðið að taka þátt í svokölluðum „sveppatúr“ með tveimur einstaklingum.

„Góðan daginn
Ég undirritaður sé mér þess kost vænstan að upplýsa almenning um gjörning þann er ég varð fyrir í gær sunnudaginn 22 sept.
Þannig var mál með vexti að ég hafði ákveðið að taka þátt í fara í sveppatúr ásamt 2 öðrum einstaklingum. Þetta átti að standa frá ca 8:00 um morgun til kl 14:00. Þetta gera menn og konur til að leita innávið og hefur oft á tíðum skilað góðum árangri. Það er mjög nauðsynlegt að viðkomandi sem tekst á hendur þessa ferð sé undir eftirliti einhverra sem eru alsgáðir og vel með á nótunum.“ Tilkynning Guðmundar Emils byrjar með þessum orðum en segir hann næst að svo hafi ekki verið í þessu tilviki og að hann hafi rankað við sig á bráðadeild landspítalans.

„Það varð ekki raunin á þessum örlagaríka sunnudegi og það sem gerðist frá því ég tek þessa sveppi og ég ranka við mér á bráðadeild landsspítalans er mér nánast hulið. Það sem ég veit eftirá er að lögreglan bjargar mér af suðurlandsvegi þar sem ég geng alsnakinn eftir miðjum veginum. Það er í raun mikil mildi að ekki fór verr fyrir mér og öðrum. Ég er mjög þakklátur löggæslu og starfsfólki bráðamóttöku fyrir hjálp þeirra.“

Að lokum varar áhrifavaldurinn fólk við að fara eftirlitslaust í slík ferðalög:

„Það er nokkuð ljóst að ekki verður farið í svona meðferð á næstunni og verður að brýna fyrir fólki að takast ekki á við ferðalag sem þetta nema með fagaðilum sem kunna til verka því í þetta sinn er það alger guðsmildi að ekki fór verr.
Elsku landsmenn það er auðvitað langbest að anda djúft að sér góða loftinu hérna hjá okkur á Íslandi og láta þar við sytja.
Með ást og þakklæti
Gummi Emil
Þakka skilning ykkar“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -