Þriðjudagur 24. september, 2024
4.7 C
Reykjavik

Eftirlýstur morðingi handtekinn eftir að hafa farið yfir á rauðu – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gamalt og óleyst morðmál leystist þegar maður fór yfir á rauðu ljósi í Palm Coast í Flórída í síðustu viku.

Hinn 43 ára gamli Timothy Hickerson var handtekinn í Palm Coast í Flórída í síðustu viku eftir að fulltrúar lögreglustjórans í Flagler-sýslu (FCSO) sögðust hafa stöðvað hann fyrir akstur á rauðu ljósi. Meðan á stoppinu stóð, uppgötvuðu lögreglumennirnir að maðurinn var eftirlýstur í Virginíu vegna annars stigs morðs og innbrots.

Hann var samstundis settur í handjárn og færður í Perry Hall-fangelsið. Myndband sem lögregluembættið sendi frá sér sýnir augnablikið sem hann var handjárnaður, en hann virðist hneykslaður þegar lögreglumennirnir segja honum að hann sé handtekinn fyrir innbrot.

Hickerson var eftirlýstur fyrir morðið á Shane Donahue frá Nokesville í Virginíu sem framið var árið 2010.

Sá 23 ára gamli Shane sást síðast 22. mars 2010 og var hvarf hans tilkynnt af fjölskyldu hans tveimur dögum síðar. Hann fannst aldrei og málið kólnaði. Rannsakendur í Virginíu endurvirkjaðu rannsóknina nýlega eftir að hafa fengið nýjar upplýsingar, samkvæmt FCSO.

WUSA 9 segir að málið hafi verið endurupptekið vorið 2024, þar sem rannsóknarlögreglumenn endurskoðuðu sönnunargögn og gömul viðtöl með háþróaðri tækni og lögregluvenjum.

- Auglýsing -

En hverjar voru þessar nýju upplýsingar sem lögreglan fékk í vor? Hickerson er sagður hafa verið með fórnarlambinu kvöldið sem Donahue sást síðast yfirgefa heimili foreldra sinna, áður en þeir tveir sneru aftur á heimili fórnarlambsins í nágrenninu. Hickerson er einnig sagður tengjast innbroti á heimili Donahue dögum áður en hann hvarf. Hinn grunaði var 28 ára þegar Donahue hvarf.

„Hvorki sást til Donahue né heyrðist aftur og telja yfirvöld í Virginíu að hann sé látinn. Líkamsleifar hans hafa ekki fundist,“ sagði FCSO.

Hickerson hefur að sögn búið í Palm Coast síðan 2022 og verður haldið án trygginga þar til hann verður framseldur aftur til Virginíu.

- Auglýsing -

„Þetta sýnir að það er ekkert til sem heitir einfalt umferðarstopp. Þetta endaði með því að réttlætið fann flóttamann sem var eftirlýstur var fyrir morð sem átti sér stað fyrir meira en 14 árum,“ sagði Rick Staly lögreglustjóri í yfirlýsingu. „Ef þú ert flóttamaður munum við ná þér, sama hvaðan þú flúðir, og stinga þér í fangelsi.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -