Þriðjudagur 24. september, 2024
7.5 C
Reykjavik

Svandís býður sig fram til formanns – Vill flýta kosningum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra ætlar að gefa kost á sér til formennsku Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á landsfundi flokksins sem haldinn verður 4. til 6. október.

Svandís tilkynnti ákvörðun sína við fréttastofu RÚV rétt í þessu, að loknum ríkisstjórnarfundi. Þá sagðist hún vilja flýta alþingiskosninum fram til vorsins en að öllu óbreyttu eiga kosningar að fara fram næsta haust.

Í gær tilkynnti núverandi formaður Vinstri grænna, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að hann myndi ekki gefa kost á sér til formennsku en að hann ætlaði að sækjast eftir varaformennsku aftur. Auk þess hyggst hann sitja áfram sem oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi.

Þá tilkynnti Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, í gær að hún hygðist bjóða sig fram til varaformanns.

RÚV segir í frétt sinni að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefði staðfest að hún ætlaði sér ekki að bjóða sig fram í sjtórnunarstöðu innan flokksins og tók fram að hún styddi framboð Svandísar.

Ljóst er að næsta formanni Vinstri grænna bíður ærið verkefni en samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup næði flokkurinn ekki á þing, ef gengið yrði til kosninga í dag, en flokkurinn mældist með aðeins 3,4 prósent fylgi í síðustu skoðanakönnun.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -