Upp úr klukkan eitt í dag barst lögreglu tilkynning um alvarlegt slys nálægt Hlauptungufoss í Brúará í Bláskógabyggð á Suðurlandi en maður er sagður hafa fallið í fossinn klukkan 13:00.
Samkvæmt frétt RÚV hafa björgunarsveitir verið kallaðar út auk tveggja þyrla Landhelgisgæslunnar.
Samkvæmt Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar kallaði lögreglan eftir aðstoð þyrlusveitarinnar. Hafa tvær þyrlur verið sendar á vettvang en önnur þeirra inniheldur sjúkraflutningamenn og kafara frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Uppfært:
Samkvæmt tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi fannst maðurinn látinn á vettvangi en um var að ræða erlendan ferðamann.