Lögreglumenn í Bronx í New York voru heppnir að sleppa ómeiddir.
Lögreglumennirnir voru að svara útkalli sem barst en hringt var á lögregluna vegna deilna sem áttu sér stað í íbúð í Bronx en útkallið átti sér stað í júlí. Í íbúðinni fundu þeir Alydar Cruz en eftir að hafa rætt stuttlega við lögreglumennina hljóp hann inn í svefnherbergi og kom út úr því sveiflandi sveðju en upptökur af atvikinu voru nýlega birtar.
Lögreglumennirnir sögðu Cruz að sleppa sveðjunni en þegar hann hlýddi ekki þeim fyrirmælum skaut annar lögreglumaðurinn hann í handlegginn og var það til þess að Cruz missti sveðjuna og féll í gólfið. Lögreglumennirnir hlúðu að sárum hans meðan þeir biðu eftir að sjúkrabíll kæmi á vettvang.
Cruz hefur verið ákærður fyrir árásina á lögreglumennina.