Þjóðargersemin Elísabet Kristín Jökulsdóttir gaf út á dögunum bókina Límonaði frá Díafani en hún hefur verið að fá glimmrandi dóma gagnrýnenda og er sjálfsagt enginn eftirbátur bókanna hennar Saknaðarilmur og Aprílsólarkuldi sem slógu rækilega í gegn fyrir fáeinum árum.
Í viðburðalýsingu útgáfuteitisins á Facebook segir um nýju bók Elísabetar: „ Límonaði frá Díafani kallast sterklega á við þessar bækur um leið og farið er með lesendur í heillandi könnunarferð um bernskuna undir grískri sól.“
Veislan hefst klukkan 16:30 í Eymundsson í Austurstræti í dag en Borgar Magnason leikur ljúfa tóna og Didda skáldkona stígur á stokk eins og það er orðað í viðburðalýsingunni. Þá verður bókin á sérstöku tilboði og límonaði verður auðvitað í boði.