Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Ísraelski herinn drap 11 heilbrigðisstarfsmenn í Líbanon – Sprengdu miðstöð almannavarna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ríkisfréttastofa Líbanon greinir frá því að 11 læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar hafi verið drepnir og 10 aðrir særðir í árásum ísraelska hersins á miðstöðvar almannavarna og heilsugæslustöð.

Þessar árásir voru gerðar á bæina Taybeh og Deir Serian, skammt frá landamærum Ísraels. Árásir Ísraela á Líbanon hafa kostað yfir 700 manns lífið síðan á mánudag.

Heilbrigðisráðuneytið á Gaza hefur veitt uppfærslu á fjölda látinna sem hefur leitt af stríði Ísraela á Gaza-svæðinu og segir að 41.586 manns hafi verið drepnir síðan 7. október á síðasta ári og 96.210 særst. Þá er yfir 10.000 saknað.

Á síðustu 48 klukkustundum hafa 52 Palestínumenn verið drepnir og 118 særðir.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -