Fimmtudagur 3. október, 2024
8.8 C
Reykjavik

Ungur frændi Gary Lineker lést er tré féll á hann: „Við erum niðurbrotin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frændi fótboltagoðsagnarinnar Gary Lineker lést þegar tré féll á hann. Frændinn var aðeins 18 ára gamall.

Hinn 18 ára gamli Josti lést eftir að hann slasaðist á kvið hans þegar hann var að vinna þann 6. september, að því er Darren Slater, dánarlæknir, sagði í síðustu viku. Dómstóll í Oxford sagði að unglingurinn hafi verið orðið fyrir fallandi tré í Eaton Hastings, Oxon en unglingurinn starfaði við að höggva niður tré.

Jonty, sem fæddist í júlí 2006, var kallaður „einn ljúfasti strákur sem þú munt hitta“ af frænda sínum George Lineker, 31 árs, í minningarorðum sem hann deildi á samfélagsmiðlum. Hann deildi mynd af sjálfum sér með Jonty þegar hann var yngri með yfirskriftinni sem hljóðaði eftirfarandi: „Einn ljúfasti strákur sem þú munt hitta, tekinn allt of snemma. Fljúgðu hátt frændi, þín verður saknað af öllum.“

Tobias Lineker, 28, birti gamla mynd af unglingnum brosandi og bætti við: „Tekinn frá okkur allt of snemma, hvíl í friði litli frændi.“ Fjölskyldufyrirtækið, Sue Parkinson, deildi hinum hörmulegu fréttum á  Instagram síðu sinni í síðustu viku. Þar stóð: „Við erum niðurbrotin að þurfa að deila fréttunum um að Jonty Parkinson, sonur Bob & Ali, barnabarn Sue & John og frændi Sally, lést föstudaginn 6. september. Sem fjölskylda vildum við deila þakklæti okkar fyrir þá miklu ást sem við höfum fengið á svo erfiðum tímum. Sú staðreynd að starfsfólk okkar og viðskiptavinir halda áfram að styðja fjölskyldufyrirtækið okkar á meðan við glímum við þennan átakanlega missi þýðir svo mikið fyrir okkur, þannig að takk fyrir.“

Í framhaldinu var sagt frá dagsetningu jarðarfararinnar áður en viðskiptavinum var þakkað fyrir skilninginn. Fylgjendur vottuðu fjölskyldunni samúð sína í athugasemdarkefinu, þar sem einn einstaklingur skrifaði: „Mjög svo leitt að heyra. Sendi svo mikla ást til ykkar allra,“ og annar skrifaði: „Algjörlega hrikalegar fréttir. Sendi ást til ykkar allra.“

GoFundMe síða var einnig sett upp til minningar um Jonty, til að hjálpa fjölskyldunni að „búa til fallegan minnisvarða eða viðburð til að fagna lífi ástkæra sonar síns Jonty.“ Þar stóð einnig að Jonti hafi verið „einstakur“ og „fallegur ungur maður“ og útskýrði: „Ég geri mér grein fyrir því að peningar geta ekki fyllt upp í þann mikla missi sem þau finna fyrir, en ég vona að hægt sé að nota þá til að létta á álagi vegna útfararkostnaðar eða fara í viðeigandi minnisvarða um Jonty.“

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -