Nashyrningur sem slapp af verndarsvæði drap mann.
Það ríkir mikil sorg í Assam’s Morigaon héraði í Indlandi eftir að nashyrningur slapp af verndarsvæði og drap mann að nafni Saddam Hussian en hann var aðeins 37 ára gamall. Hann var á ferð á mótorhjóli sínu rétt hjá verndarsvæðinu þegar nashyrningurinn hljóp í átt hans. Hussian stoppaði hjólið og reyndi að flýja í burtu en nashyrningurinn elti hann og traðkaði á honum og lést Hussian í kjölfarið en talið er þessi nashyrningur sé rúm tvö tonn að þyngd.
Í myndbandsupptöku af atvikinu má heyra vitni öskra og hrópa á nashyrninginn til að reyna hræða hann í burtu en það gekk ekki fyrr en eftir að Hussian var látinn. Talsmaður verndarsvæðisins segir að hafin sé rannsókn á því hvernig nashyrningurinn slapp af því.
Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér.