Íbúar í Borgarnesi eru hvattir til að sjóða drykkjarvatn í varúðarskyni.
Veitur sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem íbúum í Borgarnesi er ráðlagt að sjóða drykkjarvatn í varúðarskyni en verið er að kann mögulega kólígerla í vatni frá Seleyri við Borgarfjörð.
Samkvæmt tilkynningunni fær Borgarnes kalt vatn frá þreur veitum er Seleyrarveita eina af þeim. Ekkert bendir til gerlamengunar í vatninu frá Grábrók og Hafnarfjalli en það er gegnumlýst.
Veitur, auk heilbrigðiseftirliti Vesturlands eru að taka fleiri sýni úr neysluvatninu til frekari greiningar. Búast má við fyrstu niðurstöðum síðar í dag.
Í tilkynningunni segir að önnu svæði í Borgarbyggð fái ekki vatn frá Seleyri og þurfi ekki að grípa til ráðstafana. Þá kemur fram að huganlega sé um galla í sýnatöku að ræða en að Veitur vilji engu að síðu hafa varann á og upplýsa.
Hér má lesa leiðbeiningar frá Veitum um það hvernig eigi að sjóða vatnið:
„Vatnið þarf að bullsjóða, það þýðir að sjóða í a.m.k. 1 mínútu. Hraðsuðukatlar bullsjóða vatn, en ef örbylgjuofn er notaður þarf að tryggja að vatnið sjóði almennilega. Nánari leiðbeiningar má finna á vef MAST.“