Sunnudagur 6. október, 2024
1.8 C
Reykjavik

Ökufantur var tekinn á tvöföldum hámarkshraða – Lögreglan hljóp uppi afbrotamann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var mikið að gera hjá lögreglunni í nótt en sagt er frá því í dagbók hennar.

Tilkynnt var um slagsmál á veitingastað í miðbænum. Einn var handtekinn á vettvangi grunaður um líkamsárás. Tveir aðilar voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

 Lögregla hafði mikið eftirlit með veitinga- og skemmtistöðum í miðbænum. Skrifa þurfti skýrslur vegna réttindaleysis dyravarða eða ungmenna inni á skemmtistöðum og mega nokkrir staðir mögulega eiga von á sektum vegna málanna.

 Lögregla hafði afskipti af ökumanni til að kanna með ástand og réttindi. Sá reyndi að hlaupa undan lögreglu en komst mjög skammt áður en hann var hlaupinn uppi og handtekinn.

 Lögregla hafði afskipti af nokkrum ökumönnum vegna þess að ökutæki þeirra voru í ólagi og voru þeir sektaðir vegna þessa. Mikið var af ölvunarmálum, brotum á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg og málum sem tengdust miðbæ Reykjavíkur.

 Það helsta af lögreglustöð 2, sem er Hafnarfjörður, Garðabær og Álftanes er eftirfarandi:

Einn ökumaður var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna.

- Auglýsing -

Ökumaður var stöðvaður á 79 km/klst þar sem hámarkshraði er 40 km/klst.

 Þrír aðilar voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

 Lögregla var kölluð til vegna þjófnaðar úr anddyri heimahúss en þar hafði verið farið inn og munir teknir. Aðilinn var handtekinn skömmu síðar með þýfið meðferðis.

- Auglýsing -

 Það helsta af lögreglustöð 3, sem er Kópavogur og Breiðholt er eftirfarandi:

 Lögregla var kölluð til vegna aðila sem gat ekki greitt fyrir leigubifreið og neitaði svo að segja til nafns við afskipti lögreglu. Málið er í rannsókn.

Ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Það helsta af lögreglustöð 4 sem er Grafarvogur, Mosfellsbær og Árbær er eftirfarandi:

 Lögregla var kölluð til vegna umferðarslyss. Ekki er talið að slys hafi orðið á fólki í því.

Lögregla var kölluð til vegna umferðarslyss. Einn var talinn slasaður á vettvangi en þarna hafði bifreið verið ekið inn í hlið annarrar bifreiðar á talsverðum hraða. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis auk þess að vera sviptur ökuréttindum.

 Tveir aðilar voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -