Laugardagur 23. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Stígur ekki eitt feilspor

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Birna Hrönn Glimmer Björnsdóttir, einn eigenda ferða- og viðburðafyrirtækisins Pink Iceland, hlustar mest á popp og fellur gjarnan í stafi yfir fallegum melódíum. Hér eru þrjár skotheldar plötur sem Birna mælir með um helgina.

 

Föstudagur – Overpowered með Roisin Murphy

„Þessi plata virkar alla daga, allan sólarhringinn og það skemmir ekki fyrir að horfa á tónlistarmyndböndin með. Það er ekki hægt að velja uppáhaldslag af þessari plötu. Þau eru öll svo stórkostleg.“

Á föstudögum er það Overpowered með Roisin Murphy.

Laugardagur – Live & more encore með Donnu Summer

„Donna Summer hefur verið uppáhald lengi. Ég hef oft legið yfir YouTube við að skoða gömul myndbönd með henni og þar uppgötvaði ég fyrst þessa plötu. Þetta er „live“-upptaka af tónleikum frá 1999 þar sem Donna spjallar við áhorfendur og tekur mörg af sínum bestu lögum. Verð að segja að uppáhaldslagið mitt með Donnu er MacArthur Park og uppáhaldssetningin: „Someone left the cake out in the rain, I don’t think that I can take it, cause it took so long to bake it and I’ll never have the recipe again, oh no.“

Donna Summer klikkar ekki.

Sunnudagur – Honey með Robyn

- Auglýsing -

„Eftir allt of langa bið eftir nýrri plötu frá Robyn kom Honey loksins út í október 2018. Robyn stígur ekki eitt feilspor á plötunni sem var biðarinnar virði. Ég hef verið aðdáandi lengi og keypti mér miða á útgáfutónleikana um leið og þeir komu í sölu. Fékk að heyra „live“-flutning í l’Olympia í París í vor. Allar tilfinningarnar!“

Fjórða platan er svo með Fleetwood Mac, Rumours sem Birna segir að sé algjört meistarastykki.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -