Rússneskur ferðamaður lét lífið í Tbilisi í Georgíu. Hin rússneska Arina Glazunova var að skemmta sér konunglega með vinkonu sinni í höfuðborginni. Í myndbandi af andláti hennar sem hefur verið birt sést hún vera að syngja með tónlist ásamt vinkonu sinni seint um kvöld. Allt í einu heyrist öskur og eitthvað óskýrt gerist en samkvæmt fjölmiðlum þar í landi féll Glazunova niður op að undirgöngum sem hún vissi ekki að væri til staðar. Farið var með með hana beint á sjúkrahús en hún var úrskurðuð látin á staðnum. Talið að hún hafi hálsbrotnað og látist í kjölfarið. Hún var 24 ára gömul. Fólk á netinu hefur gagnrýnt að öryggi í kringum opið sé ekki fullnægjandi en Kakha Kaladze, borgarstjóri Tbilisi og fyrrverandi leikmaður AC Milan, blés á þær gagnrýnisraddir og sagði ekkert vandamál vera til staðar.