Skemmtikrafturinn og leikarinn Jón Gnarr ætlar sér stóra hluti hjá Viðreisn fyrir komandi kosningar. Hann vill verða leiðtogi í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Vandinn er á að þar eru fyrir fleti þær Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sem hvorug hyggst rýma toppinn fyrir karlinum.
Jón var kokhraustur í viðtali við Moggann þar sem hann sagðist reikna með að sigra konurnar auðveldlega. Þessi yfirlýsing fór illa í Hönnu Katrínu sem fagnaði nýju fólki í Viðreisn en snupraði nýliðann. „Jón er ekki fyrsti karlinn sem gerir ráð fyrir rauða dreglinum þegar hann mætir á svæðið,“ sagði Hanna Katrín við mbl.is og skaut svo á Jón með því að segjast fagna nýju fólki „svo lengi sem það er einhver þungi í því sem fólk hefur fram að færa í þessu verkefni okkar að vinna fyrir almannahagsmunum“.
Augljóst er að það verður á brattann að sækja fyrir Jón að komast í leiðtogasæti og blóðug átök eru í farvatninu …