Föstudagur 22. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Stúdentar fyrir Palestínu kalla til verkfalls í dag: „Háskólayfirvöld á Íslandi þegja þunnu hljóði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stúdentar fyrir Palestínu í Háskóla Íslands og í Listaháskóla Íslands, kalla til verkfalls í dag, klukkan 12:00 en þannig vilja þeir mótmæla aðgerðarleysi háskólayfirvalda gagnvart þjóðarmorðinu í Palestínu.

Í viðburðarlýsingu frá Stúdentum fyrir Palestínu í Háskóla Íslands á Facebook segir meðal annars:

„Mánudaginn 7. október er ár liðið frá því að Ísrael hóf mannskæðasta og hrottalegasta kaflann í 76 ára löngu landráni, hernámi og þjóðarmorði gegn Palestínufólki. Á þessu eina ári hafa allir háskólar á Gaza verið jafnaðir við jörðu, háskólanemendur myrtir, palestínsku háskólafólki í Jerúsalem vísað úr störfum og fangelsað og formlegu skólastarfi er frestað, nú annað skólaárið í röð. Þrátt fyrir að allar helstu alþjóðastofnanir og -dómstólar hafi kveðið á um að hernám Ísraels og landtaka sé ólögleg og að þeim beri að stöðva árásir á Gaza tafarlaust heldur Ísrael áfram að varpa sprengjum á tjaldbúðir á Gaza og fangelsa, myrða og pynta fullorðna og börn á Vesturbakkanum. Í ofanálag réðst Ísrael af auknum krafti á Líbanon, þar sem mörg hundruð manns hafa látist í sprengjuárásum þeirra á síðustu dögum.

En háskólayfirvöld á Íslandi þegja þunnu hljóði. Reyndar hafa flestar menntastofnanir vesturlanda setið hjá og þagað yfir, eða jafnvel stutt, gróf brot Ísraelsríkis gegn mannkyninu, með örfáum undantekningum. Nemendur víðsvegar um heiminn hafa krafist þess að háskólar þeirra slíti öll tengsl við Ísraelskar menntastofnanir og yfirvöld. Því hafa háskólarnir svarað með algjöru aðgerðarleysi gagnvart Ísrael og beitingu lögregluvalds gagnvart nemendum sínum. Háskóli Íslands er ekki undanskilinn þeirri staðreynd.“

Stúdentar í HÍ hyggjast ganga úr tíma klukkan 12:00 og koma saman á Háskólatorgi til að „andæfa aðgerðarleysi HÍ gagnvart þjóðar- og menntamorðinu í Palestínu,“ eins og það er orðað í viðburðarlýsingunni.

Fyrir neðan eru kröfurnar sem Stúdentar fyrir Palestínu hafa komið til skólayfirvalda HÍ:

1. Að Háskóli Íslands og allar stofnanir hans taki skýra og opinbera afstöðu gegn þjóðarmorðinu í Palestínu og menntamorðinu sem á sér stað á Gaza.
2. Að Háskóli Íslands og allar stofnanir hans slíti öllu samstarfi við ísraelska háskóla og tengdar stofnanir og stofni ekki til nýs samstarfs.
3. Að Háskóli Íslands opinberi öll tengsl háskólans og tengdra stofnana við ísraelska háskóla, stofnanir, fyrirtæki og aðra tengda aðila og bindi tafarlaust enda á þau.
4. Að Háskóli Íslands taki virkan þátt í enduruppbyggingu menntakerfisins á Gaza, auki samstarf við palestínska háskóla og fræðafólk og styðji á annan hátt við menntun nemenda á Gaza.
Með röddum okkar og líkömum berjumst við áfram fyrir frjálsri Palestínu.


Nemendur í Listaháskólanum ætla einnig að fara í verkfall klukkan 11:20 og marsera eftir Kringlumýrarbraut og Laugavegi að Stakkahlíð.

Í Stakkahlíð hefst viðburður kl. 12 til að mótmæla „aðgerðarleysi LHÍ gagnvart þjóðar- og menntamorðinu í Palestínu.“

- Auglýsing -

Kröfurnar sem Stúdentar fyrir Palestínu gera til LHÍ eru eftirfarandi:

  1. Að Listaháskóli Íslands og allar stofnanir hans taki skýra og opinbera afstöðu gegn þjóðarmorðinu í Palestínu og menntamorðinu sem á sér stað á Gaza.
  2. Að Listaháskóli Íslands stofni ekki til samstarfs við ísraelska háskóla og tengdar stofnanir.
  3. Að Listaháskóli Íslands opinberi öll tengsl háskólans og tengdra stofnana við ísraelska háskóla, stofnanir, fyrirtæki og aðra tengda aðila og bindi tafarlaust enda á þau.
  4. Að Listaháskóli Íslands taki virkan þátt í enduruppbyggingu menntakerfisins á Gaza, auki samstarf við palestínska háskóla og fræðafólk og styðji á annan hátt við menntun nemenda á Gaza.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -