Mánudagur 7. október, 2024
1.4 C
Reykjavik

Annar árásarmannanna í Mosó ennþá ófundinn: „Það er náttúrulega allt í blóði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Annar árásarmannanna sem réðust á ungan föður um miðja nótt á meðan hann svaf í Mosfellsbæ í síðustu viku er ennþá ófundinn en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfesti það í samtali við Mannlíf.

Eins og Mannlíf greindi frá á föstudaginn átti árásin sér stað á aðfaranótt miðvikudags í síðustu viku og að sögn kærustu mannsins, sem svaf við hlið hans þegar árásin átti sér stað, var hún gróf og alvarleg. Sagði hún við Mannlíf að saumið hafi verið um 30 spor í höfuð hans og flest þeirra hafi verið í andliti. Þá sé hann með mölbrotinn þumalfingur á annarri hendi. Telur parið að um morðtilraun hafi verið að ræða

Héldu ítrekað áfram

„Síðan vaknar hann og þá reynir hann að smeygja sér undan höggunum, það er náttúrulega allt í blóði. Það er eins og við séum komin í sláturhús. Hann endar á gólfinu við lappirnar þar sem ég ligg með hausinn þar sem svalahurðin er hjá okkur og þeir halda bara ítrekað áfram. Þetta eru ekkert fá högg. Þetta var endalaust og með vopnum. Hann kann að verja sig, sem betur fer, þannig að þetta fór ekki verr. Hann var með hendurnar á réttum stað,“ sagði kærasta mannsins um árásina en mennirnir notuðu kylfu, borvél og fleiri vopn við árásina.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Mannlíf að annar árásarmaðurinn væri ennþá ófundinn og ekki vitað hver hann væri. Þá sagði lögreglan einnig hún vissi ekki hvaða ástæða lagi á bakvið árásina en kærasta mannsins sem ráðist var á gat ekki gefið neinar ástæður fyrir því af hverju einhver ætti að vilja ráðast á hann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -