- Auglýsing -
Tónskáldið Jóhann Jóhannsson hefði orðið fimmtugur í dag. Jóhanns verður minnst á tónleikum í Hallgrímskirkju um helgina.
Á tónleikunum verða fluttir kaflar úr nokkrum verkum Jóhanns í umsjá Unu Sveinbjarnardóttur, Ólafs Björns Ólafssonar og Skúla Sverrissonar ásamt strengjasveit. Eftir hlé Virðulegu Forsetar í heild sinni undir stjórn Guðna Franzsonar.
Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við The Jóhann Jóhannsson Foundation sem fjölskylda og vinir Jóhanns stofnuðu í fyrra til að halda minningu hans á lofti og láta gott af sér leiða í hans nafni.
Upplýsingar um tónleikana má finna á Tix.is.