Mánudagur 7. október, 2024
1.4 C
Reykjavik

Brueckner líklega sýknaður af nauðgunarákærum: „Þessi réttarhöld hefðu aldrei átt að fara fram“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Verjandi Christian Brueckner, sem grunaður er um að vera valdur að hvarfi Madeleine McCann, segir að Brueckner hefði aldrei átt að vera ákærður fyrir hina viðustyggilega kynferðisglæpi sem hann er grunaður um að hafa framið í Portúgal um árabil. Þessu hélt hann fram í rétti í Þýskalandi í dag.

Réttað er nú yfir Brueckner, sem er 47 ára, í Þýskalandi, en hann er sakaður um að hafa nauðgað konum og berað sig fyrir börnum á Algarve, Portúgal. Ákærurnar eru ótengdar Madeleine málinu, sem þýski barnaníðingurinn neitar allri aðild að. Saksóknarar kröfðust þess í síðustu viku að Brueckner yrði dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir hina meintu glæpi í Portúgal.

En Ute Engemann dómari úrskurðaði í júlí að sönnunargögnin gegn honum væru „ófullnægjandi“, sem er sterk vísbending um að hann verði sýknaður. Saksóknarar hafa stuðst við sönnunargögn Helge Busching, sem segist hafa séð myndbönd af Brueckner nauðga tveimur konum. Busching gaf lögreglu einnig ábendingar um meinta þátttöku þýska barnaníðingsins í hvarfi Madeleine.

Hann hélt því fram að Brueckner hafi sagt sér að „hún hafi ekki öskrað“ þegar þeir ræddu málið alræmda á spænskum bar. Þeir urðu vinir í Praia da Luz um miðpart fyrsta áratugar þessarar aldar. Í lokaræðu sinni í dag gagnrýndi Friedrich Fuelscher, lögmaður Brueckner, aðavitnið Busching. Hann sagði hann vera lygara og lýsti Busching sem „manneskju sem lýgur og reynir að láta sjálfan sig líta út fyrir að vara mikilvægur“.

Fuelscher sagði við héraðsdómstólinn í Braunschweig: „Það eru alls engar sannanir sem styðja það sem hann sagði. Brueckner sat hreyfingarlaus við hlið lögfræðings síns í morgun, klæddur í sama gráa blazer-jakkanum og hann hefur klæðst í hinum átta mánaða löngu réttarhöldum. Fuelscher sagði við dómara: „Þessi réttarhöld hefðu aldrei átt að fara fram. Ef það væri einhver annar aðili, þá hefði aldrei komið til réttarhalda, á grundvelli sönnunargagnanna. Sá dagur er löngu liðinn þar sem við lokum fólk inni á grundvelli þeirra en ekki glæps þeirra.“ Hann sakaði saksóknara um að „reyna að hafa áhrif á álit almennings“.

Fuelscher benti á að tvö af meintum nauðgunarfórnarlömbum Brueckners hefðu aldrei verið fundin. „Þú verður að spyrja, hversu líklegt er að fólk sem hefur lent í þessu hefði ekki tilkynnt það? sagði hann. „En samt lögðu þýsk yfirvöld og lögregla mikið á sig til að rannsaka þetta og fundu ekkert.“

- Auglýsing -

Þjóðverjinn er grunaður um að hafa rænt og myrt hina þriggja ára gömlu Madeleine í Praia da Luz í maí 2007. Hann afplánar nú sjö ára fangelsisdóm fyrir að hafa nauðgað bandarískum ellilífeyrisþega í portúgölsku sumarhúsi. Ef Brueckner verður sýknaður verður hann látinn laus á næsta ári, sem er martröð fyrir þá sem rannsaka mál Madeleine.

Rannsóknarlögreglumenn virðast ekki nærri því að sanna að hann hafi staðið á bak við hvarf hennar, þrátt fyrir að halda því fram að þeir hafi sannanir fyrir því að hún sé látin. Sýknidómur myndi auka þrýstinginn á þá að ákæra Brueckner fyrir hvarf Madeleine. Búist er við að saksóknarar áfrýi til æðra dómstóls í Þýskalandi verði hann sýknaður af ákærunni. Dómur gæti fallið strax á morgun.

Brueckner er sakaður um að hafa framið viðurstyggilega glæpi í Algarve á árunum 2000 til 2017. Meðal þeirra er meint nauðgun á írska ferðafulltrúanum Hazel Behan, sem var ráðist á í íbúð hennar í Praia da Rocha árið 2004. Brueckner er einnig sakaður um að hafa nauðgað táningsstúlku á heimili hans í Praia da Luz og nauðgað eldri konu í sumarhús sem hún dvaldi í.

- Auglýsing -

Þá á hann yfir höfði sér ákæru fyrir kynferðisbrot gegn börnum fyrir að hafa berað sig fyrir framan þýska stúlku á strönd í Salema í apríl 2007. Síðasta ákæra hans snýr að meintri ósæmilegri berun fyrir framan 11 ára stúlku árið 2017.

Mirror fjallaði um málið.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -