Leikstjórinn Claire Denis og leikarinn John Hawkes eru heiðursgestir á RIFF í ár. Hátíðin fer fram dagana 26. september til 6. október.
Alþjóðleg Kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) verður haldin í 16. skipti dagana 26. september til 6. október. Fjölmargar kvikmyndir verða sýndar á hátíðinni og fjölbreyttir viðburðir fara fram.
Dagskráin setur unga kvikmyndagerðarmenn og framsækna kvikmyndagerð í sviðsljósið. Aðalverðlaun hátíðarinnar, Gyllti lundinn, eru til dæmis tileinkuð kvikmyndagerðarmanni fyrir sína fyrstu eða aðra mynd.
Franski leikstjórinn Claire Denis og leikarinn John Hawkes verða heiðursgestir á RIFF í ár. Claire er einna þekktust fyrir kvikmyndirnar High Life (2018), 35 Shots of Rum (2008) og Beau Travail (1999).
Leikarinn John Hawkes hefur leikiið í fjölmörgum þáttum og kvikmyndum frá árinu 1984, til dæmis þáttunum Lost (2010), Eastbound & Down (2009-2013) og myndunum Martha Marcy May Marlene (2011) og Three Billboards Outside Ebbing, Missouri (2017).
Dagskránna er hægt að skoða á vef RIFF.