- Auglýsing -
Nemendur Listaháskólans gengu úr tíma kl.11:20, og þau sem nema í byggingu skólans í Laugarnesi, fylktu liði að nýju húsnæði LHÍ við Stakkahlíð þar sem fleiri nemendur höfðu safnast saman.
Við Stakkahlíð var flutt ræða, kröfur stúdenta Listaháskólans lesnar upp, og rúmlega 200 undirskriftir afhentar aðstoðarrektor skólans, Þóru Einarsdóttur.
Um 100 nemendur Listaháskóla Íslands voru viðstaddir.
Hér má sjá ljósmyndir sem Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir, sendi á Mannlíf fyrir hönd Stúdenta LHÍ fyrir Palestínu.