Íbúar Hafnarfjarðar munu fá að kjósa um hvort að fyrirtækið Carbfix verði veitt leyfi á að dæla niður um það bil þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ofan í jörðina en áformað er að gera slíkt við álverið í Straumsvík. Fyrst þarf fyrirtækið þó að semja um Hafnarfjörð og verður ekki kosið um málið nema sá samningur sé í höfn. Þetta kom fram á fjölmennum íbúafundi sem haldinn var í Bæjarbíói í Hafnarfirði í gærkvöldi. Náttúruverndarsamtök hafa gert athugasemdir við málið en til stendur að flytja koltvísýringinn með skipum til landsins. Þá óttast sumir að þetta gæti aukið skjálftavirkni á svæðinu. Nokkur ólga hefur ríkt um málið í Hafnarfirði síðan tilkynnt var um þessi áform fyrirtæksins en nú hafa borgarfulltrúar bæjarsins sett málin í hendur þeirra.