Föstudagur 20. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Tímaspursmál hvenær slys verða á Sólvöllum: „Á sumrin er þarna fólk á ferli langt fram á kvöld“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nauðsynlegt er fyrir Fjarðabyggð að gera skipulagsbreytingar á lóðum í og við Sólvelli á Breiðdalsvík að mati Elísar Péturs Elíssonar, framkvæmdastjóra Goðaborgar í bænum. Óttast hans alvarleg slys verði ekkert gert.

Austurfrétt segir frá málinu en þar kemur fram að ýmsir vinsælustu ferðamannastaðir Breiðdalsvíkur standi við götuna Sólvelli en gatan er að mestu leyti malar- og moldarvegur. Í fjölmörg ár hefur staðið til að laga veginn, til dæmis með sérstöku torgi en enn hefur lítið verið gert.

Nýlega ítrekaði Elís Pétur, sem situr beggja vegna borðsins sem bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, beiðni sína um lagfæringar á veginum, nú þegar sveitarfélagið undirbýr uppsetningu hreinsisvikris við Sólvelli.

Segir hann hugmyndir um torg ekki ganga fullkomlega upp miðað við þá starfsemi sem nú er við götuna.

„Það er eitt og annað gott að segja um þessar hugmyndir sem EFLA teiknaði fyrir þetta breiðtorg á Sólvöllunum en þessar hugmyndir eru frá árinu 2016 minnir mig. Síðan þá hefur starfsemin þarna í kring gjörbreyst með þeim hætti að margt það sem teiknað var á sínum tíma samræmist engan veginn núverandi notkun. Nú er þarna auðvitað Frystihúsið, brugghúsið Beljandi og Borkjarnasafnið auk annars sem þýðir að á sumrin er þarna fólk á ferli allan daginn og langt fram á kvöld. Þarna er engu að síður önnur atvinnustarfsemi eins og verkstæði og fiskvinnsla og töluvert um þungaflutninga. Þó umferðarþunginn sé kannski ekki mikill þarf ekkert mikið að bregða útaf til að slysin verði eins og sýndi sig á Djúpavogi fyrir tveimur árum við svipaðar aðstæður.“

Ákveðið var af skipulags- og framkvæmdanefnd Fjarðabyggðar að vísa erindi Elísar til fjárhagsáætlunargerðar 2025 og að auki fela skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins að útbúa lóð fyrir hreinsivirkið og dælubrunna, að því er fram kemur í umfjöllun Austurfréttar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -