Lögreglumenn í Plano í Illinois í Bandaríkjunum skutu mann í september Lögreglumennirnir voru að bregðast við símtali frá Russell Novak en hann hafði hringt í neyðarlínuna til að tilkynna að byssur í hans eigu væru horfnar og að hefði einhver brotist inn. Á upptöku af símtalinu heyrðist Novak svo öskra og hávær hvellur heyrðist í kjölfarið. Þegar lögreglumenn mættu á staðinn var hinn grunaði að bakka úr bílskúr Novak og hófst eltingarleikur um götur bæjarins. Á endanum stöðvaði maðurinn bílinn og steig út úr honum með haglabyssu og að sögn lögreglu skaut hann að minnsta kosti einu sinni á lögreglumenn. Þeir svöruðu með því að skjóta 12 sinnum að manninum og hæfðu þeir þann grunaða. Farið var með hann á sjúkrahús og var hann svo í kjölfarið úrskurðaður látinn. Greint hefur verið frá því að þetta hafi verið Nicholas Novak, sonur Russell, og var hann 36 ára gamall. Russell Novak lést einnig af sárum sínum en hann var 70 ára gamall.