Þriðjudagur 8. október, 2024
4.9 C
Reykjavik

Kominn á Vernd innan við ári eftir manndrápsdóm: „Ég hef ekki orðið fyrir neinu ónæði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ungur karlmaður sem dæmdur var í 12 ára fangelsi fyrir manndráp við Fjarðarkaup í apríl í fyrra er laus úr fangelsi og afplánar nú á vernd. Ýmislegt þarf að koma til svo fólk þurfi ekki að aflána heilan fangelsisdóm að sögn fangelsismálastjóra.

Maðurinn, sem er 19 ára, var dæmdur í fangelsi í nóvember í fyrra en frá refsingu hans dregst tími hans í gæsluvarðhaldi frá. Afplánar maðurinn nú á Vernd, sem kallast afplánun utan fangelsis. RÚV ræddi við Birgi Jónasson, sem er settur fangelsismálastjóri en hann sagðist ekki geta tjáð sig um einstaka mál en útskýrir hvað þurfi að koma til svo að fangar losni úr fangelsi fyrr en ella.

Veltur á ýmsu

„Þetta veltur auðvitað svolítið á þyngd dómsins sem viðkomandi fær, til að mynda hversu langan tíma fangi getur dvalið á Vernd, svo dæmi sé tekið. Þar er hámarkstími 18 mánuðir og það er háð ákveðnum skilyrðum,“ segir Birgir í samtali við RÚV.

Aldur mannsins vegna þarf hann einungis að afplána þriðjung refsingarinnar, sem eru fjögur ár en frá því dregst tíminn sem hann sat í gæsluvarðhaldi, auk ökklabandstími, sem getur verið mest 12 mánuðir. Þá er einnig tíminn á Vernd dreginn frá. Að sögn Birgis þarf þó meira að koma til.

„Það er horft á hegðun viðkomandi og framkomu hans og hvort hann eigi við einhver vímuefnavandamál að etja og tekið á þeim og svoleiðis. Það eru ákveðin skilyrði sem þurfa að vera til staðar og síðan ef það er fallist á það að þá er reynt að horfa til þess að viðkomandi reyni að dvelja í sem stystan tíma í lokuðu fangelsi,“ segir hann.

- Auglýsing -

Að sögn RÚV á Birgir eftitt með að svara hvort það þyki sérstakt að fólk losni úr fangelsi innan við ári eftir að það hafi hlotið 12 ára dóm.

„Ég held það þurfi að skoða hvert tilvik fyrir sig.“

Nágranni Verndar ekki orðið fyrir ónæði

- Auglýsing -

Mannlíf ræddi við íbúa sem býr í sömu götu og Vernd í Laugardalnum, en hann vill ekki láta nafn síns getið. Aðspurður hvort eitthvað ónæði hafi hlotist af nábýlinu við Vernd segir hann: „Nei, ég hef ekki orðið fyrir neinu ónæði í þau ár sem ég hef búið hér en skil að vissu leiti að fólk hafi mismiklar áhyggjur af starfsemi Verndar. Eina ónæðið sem hægt er að tengja við Vernd er þegar sérsveitin kom að óþörfu að sækja einn fanga.“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -