Afgreiðslumaður í 7-Eleven búð í Anaheim í Kaliforníu í Bandaríkjunum barðist hetjulega við tugi þjófa og ofbeldismenn sem rændu búðina á sunnudaginn en myndband af glæpnum var birt á samfélagsmiðlum og virðist vera að sá sem tók upp myndbandið hafi verið með glæpamönnunum í liði. Afgreiðslumaðurinn virðist hafa varið búðina með einhverskonar priki eða kústskafti miðað við myndbandið en margir þorparanna voru grímuklæddir meðan þeir rændu og rupluðu. Þá var afgreiðslumaðurinn á einum tímapunkti sleginn niður. Lögreglan í Los Angeles hefur greint frá því að svipuð rán hafi átt sér stað í borginni en þar eru yfirleitt unglingar á reiðhjólum en á ferð en samkvæmt vitnum voru þrjótarnir í Anaheim á bílum.