Ótrúleg sprenging átti sér stað í hús í Long Beach í Kaliforníu í Bandaríkjunum á mánudaginn og náðist hún á upptöku.
Samkvæmt íbúum í nágranni við húsið sem sprakk upp í loft heyrðist sprengingin í margra kílómetra fjarlægð. Gluggar í nærliggjandi húsum gjöreyðilögðust og komu sprungur í veggi nokkurra húsa. Þá skemmdust bílar sem hafði verið lagt nærri húsinu.
Einn einstaklingur slasaðist í sprengingunni en samkvæmt vitnum leit sá út eins og hann hafi verið húðflettur og minnti helst á persónu í hryllingsmynd. Hinn slasaði var fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að brunasárum hans en viðkomandi er á fertugsaldri. Ekki er vitað um líðan hans að svo stöddu.
Grunur leikur á að gasleki í húsinu hafi valdið sprengingunni.