Ein skærasta stjarna níunda áratugarins á Íslandi, Richard Scobie gaf úr nýja plötu þann 4. október síðastliðinn, eftir margra ára hlé frá tónlistinni.
Rokkarinn Richard Scobie gaf út tíu laga sólóplötu á dögunum sem ber heitið Carival of Souls en hægt er að nálgast hana á öllum helstu streymisveitum. Þá er einnig hægt að nálgast einungis 300 númerið eintök af plötunni á vínyl sem fáanleg eru í öllum helstu plötuverslunum landsins.
„Lögin á plötunni eru að mestu leyti virðingarvottur til þeirra tónlistarmanna sem höfðu mikil áhrif á mig þegar ég valdi tónlist að ævistarfi. Platan vísar til meistara sjötta og sjöunda áratugarins, og því ber platan þetta nafn,“ segir Richard og heldur áfram: „Hún er samtíningur tónsmíða sem ég hef samið í gegnum tíðina og er eins konar óður til rokks og róls „guðanna“ sem mótuðu mig sem ungan tónlistarmann.“
Platan inniheldur framlag fjölda session-hljóðfæraleikara frá ýmsum löndum, þar á meðal Neil Taylor sem spilaði fyrir Tears for Fears, Tinu Turner, Robbie Williams og fleiri, ásamt nokkrum valinkunnum íslenskum hljóðfæraleikurum, til dæmis Hallur 13 Ingólfs, Björgvin Gíslason, Björn Jörundur, og svo framvegis. Nokkur lög eru hljóðblönduð af Carl Granville, sem þekktur er fyrir vinnu sína með U2 (Vertigo), Mick Jagger, Michael Jackson, Billy Joel auk annarra, og Brendan Dekora sem hefur unnið mikið með NIN/T. Reznor, Foo Fighters, Muse, og fleiri.
Platan er svo masteruð í Abbey Road Studios, London af Andy Walter.
Hér má sjá myndband við lagið Beautiful Star af nýju plötunni: