Rétt eftir klukkan 15 í dag var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í ánni Jöklu við hinn vinsæla ferðamannastað Stuðlagil.
Samkvæmt Austurfrétt voru björgunarsveitir af Austurlandi og þyrla Landhelgisgæslunnar kallaðar út um klukkan hálf þrjú í dag vegna gruns um að einstaklingur hafi fallið í Jökulsá við Stuðlagil.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi barst henni tilkynning um að einstaklingur hefði sést í ánni við Stuðlagil. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, segir í samtali við Austurfrétt að ekki hafi enn fengist staðfest að manneskja hafi fallið í ána en að allt viðbragði miði við að svo sé.
Björgunarsveitir víða af Austurlandi voru kallaðar út en fyrst voru það björgunarsveitirnar Hérað og Jökull sem fengu kallið. Flygildi er meðal þess sem notað er við leitina.
Ekki löngu eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar óskaði lögreglan á Austurlandi eftir aðstoð kafara á vettvang og var þá send önnur þyrsla af stað.
„Seinni þyrlan var kölluð út til að ferja kafara frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar við Vísi.
Stuðlagil er vinsæll ferðamannastaður og er í Efri-Jökuldal á Fljótsdalshéraði.