Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Fórnarlambið í Mosfellsbæ opnar sig um hrottalegu árásina: „Maður er ekkert öruggur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og Mannlíf hefur fjallað um var ráðist inn á heimili pars í Mosfellsbæ um miðja nótt í síðustu viku og var gengið hrottalega í skrokk á sofandi manni. Parið telur að um morðtilraun sé að ræða en árásarmennirnir voru tveir og vopnaðir meðal annars kylfum og hömrum. Þá sváfu ung börn parsins í næsta herbergi. Saumuð voru um 30 spor í höfuð fórnarlambsins og þá er hann með mölbrotinn þumal.

Annar árásarmannanna var handtekinn en hinn er ennþá ófundinn samkvæmt heimildum Mannlífs. Ungi maðurinn sem ráðist var á segist þekkja til annars mannsins sem réðst á sig.

Hefur áður ráðist á sig

Maðurinn segir að hann hafi kynnist öðrum árásarmanninum í kringum 2018-19 þegar hann var sjálfur í neyslu en samkvæmt honum er hann edrú núna. Hann hafi ekki séð árásarmann sinn í einhver tvö ár en þá bankaði hann upp hjá árásarmanninum til ræða kurteislega um smávægilega skuld. Þá hafi árásarmaðurinn reynt að kýla sig í andlitið og dregið upp hníf. Hann hafi varið sig frá þeirri árás og hlaupið í burtu.

„Konan mín upplifir það mjög mikið,“ sagði maðurinn um hvort parið upplifi vanlíðan og kvíða eftir árásina. „Maður er ekkert öruggur ennþá.“

„Núna er ég bara óvinnufær og á ekki rétt á neinum launum,“ sagði fórnarlambið við Mannlíf um líðan sína. „Ég er brotinn eftir að verja þessi högg þannig að ég stend á gatnamótum. Ég er reyna að skoða hvað ég get gert. Ég á ekki rétt á neinum sjúkradagpeningum hjá mínu stéttarfélagi né lífeyrissjóði, ég er búinn að kanna það. Eina sem ég á eftir að kanna er Sjúkratryggingar Íslands, ég á mögulega rétt á því. Ég er að reyna koma mér í gengum þessa aðgerð á hendinni, svo ætla ég að kanna það.

- Auglýsing -

Lögreglan segir þetta vera morðtilraun

„Hann er að reyna búa til sögu um að ég hafi verið að hóta eins árs gömlu barni lífláti,“ sagði ungi maðurinn um árásarmanninn sem hann þekkir til. „Ég vissi ekki einu sinni að hann ætti barn. Ég hef ekki talað við hann í tvö ár, er ekki með hann á samfélagsmiðlum eða neitt. Það þekkir enginn þennan strák. Hann víst við einhver geðræn vandamál að stríða, hann er alltaf á geðdeildum.“

En telur þú þetta vera morðtilraun?

- Auglýsing -

„Já og lögreglan gerir það líka. Þeir berja mann sofandi með kylfu og hamri. Hvað getur maður sagt að það sé annað. Lögreglan segir það og lögfræðingurinn líka. Það segja það allir. Ef ég hefði rotast þá væri ég dáinn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -