Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Engar „heilsubætandi“ rafrettur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Neytendastofa minnir á að bannað sé að selja rafrettur og vökva í rafrettur undir þeim formerkjum að um heilsusamlega vöru sé að ræða.

 

Neytendastofa áréttar að það er bannað að selja einnota rafrettur, hylki eða áfyllingar fyrir rafrettur sem gefa til kynna að varan hafi heilsubætandi eiginleika.

Neytendastofa hefur haft vörumerkingar til skoðunar sem gefa í skyn að um „heilsu“-áfyllingu fyrir rafrettur sé að ræða. Þetta kemur fram í grein á vef Neytendastofu.

Þar kemur einnig fram að vökvar í rafrettur mega ekki innihalda vítamín, koffín eða önnur efni sem gætu gefið til kynna að varan sé heilsusamleg eða orkugefandi.

„Neytendastofu hafa borist upplýsingar um að í Evrópuríkjum hafi vara verið markaðssettar rafrettur og áfyllingar sem reyndust innihalda E-vítamín. E-vítamín fundust einnig í þeim vökvum sem rannsakaðir voru vegna öndunarfæraveikinda notenda rafrettna í Bandaríkjunum og ekki hefur verið útilokað að það tengist veikindunum,“ segir í grein Neytendastofu.

Sjá einnig: Fylgjast með faraldri lungnasjúkdóma sem rekja má til notkunar á rafrettum

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -