Í gær voru samþykkt skæruverkföll kennara en þeir eru þessar mundir að reyna semja um betri kaup og kjör en eins og staðan er núna fara kennarar í verkfall 29. október. Það verða þó ekki allir kennarar en verkfallið takmarkast við átta skóla. Þeir leikskólar sem um er að ræða eru leikskólarnir Leikskóli Seltjarnarness, Holt í Reykjanesbæ, Drafnarsteinn í Reykjavík og Ársalir á Sauðárkróki, grunnskólarnir eru Áslandsskóli í Hafnarfirði, Laugalækjaskóli í Reykjavík og Lundarskóli á Akureyri. Þá var einnig samþykkt boðun um verkfall í Fjölbrautaskóla Suðurlands í Árborg.
Mannlíf spurði því lesendur: Styður þú skæruverkföll kennara?
Niðurstaðan var nokkuð afgerandi og styðja flestir kennara.