Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Segir Dani tala brenglaða útgáfu af íslensku: „Guð varðveiti íslenska tungu og Framsóknarflokkinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Glúmur Baldvinsson er ekkert sérstaklega hrifinn af þeirri hugmynd að íslenskt stjórnmálafólk þurfi að tala dönsku við Dani – og er það vel skiljanlegt. Hvers vegna ættum við Íslendingar að þurfa að tala önnur tungumál við útlendinga heima hjá þeim – og þá sérstaklega Dani sem fóru afar illa með okkur Íslendinga í langan tíma – en svo geta þeir ekki talað íslensku þegar þeir koma til Íslands?

Gefum Glúmi orðið:

„Nú hefur margur gleymt því að fyrir þúsund árum töluðu allir í hinum norræna heimi íslensku að Finnum undanskildum. Danir hafa sérstaklega gleymt því. Enda tala þeir nú bjagaða og brenglaða útgáfu af íslensku.“

Bætir við:

- Auglýsing -

„Og svo gagnrýna menn Forsetann fyrir að tala ekki dönsku? Faðir minn hafði það fyrir reglu að tala einatt íslensku á norrænum leiðindasamkundum. Bara til að pirra þá.“

Halla Tómasdóttir forseti Íslands er glæsileg kona.

Segir að endingu:

Jón Baldvin Hannibalsson.

„Páll nokkur Pétursson þingmaður Framsóknarflokksins gagnrýndi hann harðlega fyrir það. Eftir það kallaði JBH hann alltaf Palle Pedersen fra Hallested.

- Auglýsing -

Guð varðveiti íslenska tungu og Framsóknarflokkinn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -