- Auglýsing -
Í dag er búist við hægum vindi; léttskýjað verður og frekar kalt í veðri.
Norðaustangola – jafnvel kaldi seinni partinn; hitinn fer í fáeinar gráður sunnan- og vestanlands.
Það mun þykkna upp á Suðausturlandi; bætir í vind í kvöld. Útlit er fyrir slyddu og jafnvel snjókomu þar í nótt.
Á morgun verður norðaustanátt við stýrið og þá hlýnar heldur.
Skýjað mun verða á landinu og dálítil slydda austast á því.
Á þriðjudag er búist við rigningu; líka slyddu – en síst norðvestanlands.