Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Steinunn Þjóðgarðsvörður hjálmlaus í sumarhellaferð: „Standard margra fyrirtækja heldur neðarlega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fréttamiðillinn Nútiminn fjallar um þjóðgarðsvörðurinn Steinunni Hödd Harðardóttur; en miðillinn segir Steinunni hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum að undanförnu sem og í viðtölum við fjölmiðla. Þar hafi Steinunn gagnrýnt íshellaskoðunarferðir á sumrin; sagt að fyrirtækin hugsi meira um peninga en öryggi.

Nútíminn greinir frá því að Steinunn hafi náðst á ljósmynd þar sem hún er í íshellaskoðunarferð yfir sumartímann. Á myndinni er Steinunn hjálmlaus ásamt eiginmanni sínum.

Samkvæmt Nútímanum er ljósmyndin er fengin af Facebook-síðu Steinunnar; en hún lokaði henni þegar DV var með til umfjöllunar um harðorðan pistil hennar sem hún skrifaði á samfélagsmiðla og vakti nokkra athygli.

Segir í fréttinni:

„Ljósmyndin sem Nútíminn birtir er í hróplegu ósamræmi við fullyrðingar hennar um að „koma sem flestum inn í hellinn og græða fullt af peningum.“ Þá lét hún hafa eftir sér ummæli í viðtali við RÚV sem, að sama skapi, eru í engum takti við það sem hún virðist sjálf predika.“

Einnig er tæpt á því í greininni að Vatnajökulsþjóðgarður hafi gert mikið úr þeim öryggisreglum er þarf að fylgja eftir í sumaríshellaskoðunarferðum – að minnsta kosti út á við, „en samkvæmt heimildum Nútímans er um algjöran hvítþvott að ræða enda hefur þjóðgarðurinn haft í „verkfæratösku“ sinni hin ýmsu tæki og tól til að sporna við þessum ferðum, fylgjast með öryggi og takmarka aðgengi en virðist ekki hafa nýtt þau. Ekki fyrr en ferðamaður lést við íshellaskoðunarferð. Þá er eins og þjóðgarðsverðir hafi vaknað af værum blundi. Enginn hefur þó gengið jafn langt og Steinunn Hödd sem lét hafa eftir sér ýmislegt sem þó virðist ekki halda vatni – að minnsta kosti ekki ef litið er yfir hennar eigin ferðir á jökulinn.

- Auglýsing -

„Íshellaferðir geta verið frábærar, en mér finnst standard margra fyrirtækja vera orðinn heldur neðarlega. Fyrir utan það að stór hluti þessara „íshellabíla“ eru aflóga druslur sem engin annar ferðaþjónustuaðili á Íslandi vill nota! Ég hef séð bíla á bílastæðinu við Jökulsárlón sem eru á aldri við mig!“ segir Steinunn Hödd á Facebook-síðu sinni – sem hún hefur lokað. Þá hélt hún áfram og vísaði því á bug að þjóðgarðurinn væri núna fyrst að bregðast við í kjölfar mikillar umræðu vegna banaslyssins.

Einnig sagði Steinunn:

„Svona færibandaferðir eru svo mikið að skemma fyrir þeim sem vilja bjóða upp á gæðavöru – það er bara ekki hægt þegar sum fyrirtæki geta boðið upp á lægra verð í krafti stærðar sinnar á markaði.“

- Auglýsing -

Nútíminn segir í lok umfjöllunar sinnar um Steinunni að „orðatiltækið að það skiptir máli hvort það sé Jón eða sr. Jón virðist eiga við í þessu tilfelli og í raun ótrúlegt að Vatnajökulsþjóðgarður og þeir sem eru ábyrgir fyrir honum hafi ekki þurft að axla meiri ábyrgð en raun ber vitni. Skuldinni er alfarið skellt á ferðaþjónustufyrirtækin – sem þó starfa eða að minnsta kosti störfuðu á jöklinum með leyfi frá þeim. Ekki náðist í Steinunni Hödd við vinnslu fréttarinnar en búið er að hafa samband við hana og er beðið eftir svari.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -