Bjarni Benediktsson boðaði til blaðamannafundar nú áðan með afar skömmum fyrirvara. Flestum varð strax ljóst að nú yrði tilkynnt um að ríkisstjṕrn Sjálfstæðisflokksins, VG og Framsóknar sé sprungin – og sú er raunin.
Ágreiningur um aðgerðir í útlendingamálum og orkumálum hafa sett strik í reikninginn hjá nýfallinni ríkisstjórn; stórt strik.
Bjarni sagði á fundinum að ekki væru líkur á því að flokkarnir í stjórninni undanfarin sjö ár myndu ná saman og því ákveðið að slíta stjórnarsamstarfinu.
Bjarni mun því leggja fyrir forseta Íslands tillögu um þingrof og alþingiskosningar í nóvember. Hefur Bjarni þegar haft samband við Höllu Tómasdóttur forseta Íslands; mun fara á hennar fund á morgun, mánudag.