Bjarni Benediktsson ætlar sér að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum, sem líklega fara fram í lok nóvember:
„Ég mun verða í kosningunum, er formaður flokksins og með sterkt umboð og ætla að axla þá ábyrgð að vera formaður Sjálfstæðisflokksins með því að fara inn í kosningar til þess að sigra þær.“
Bjarni segir að Sjálfstæðisflokkur, VG og Framsókn hafi að undanförnu einfaldlega ekki náð „sér nægilega vel á strik.“
Hann er á því í tilfelli Sjálfstæðisflokksins séu margir stuðningsmenn flokksins að lýsa og hafi lýst óánægju sinni með stjórnarsamstarfið sem nú er á enda runnið:
„Þetta er vegna þess að það er bersýnilegt að um ákveðin grundvallarmál er mjög ólík sýn; sem hefur birst víða – í málum allt frá utanríkisstefnu yfir í hælisleitendamál.“