Þriðjudagur 15. október, 2024
5.7 C
Reykjavik

Frank er fallinn frá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Athafnamaðurinn Frank Walter Sands, stofnandi veitingastaðanna Vegamóta og Reykjavík Bagel Company, er fallinn frá Hann varð aðeins aðeins 58 ára gamall.

Frank lést á sjúkrahúsinu í Avignon 8. október. Dánarorsökin var  hastarleg ofnæmisviðbrögð og hjartaáfall. Morgunblaðið segir frá andláti hans í dag og rekur æviferil hans.
Frank lætur eftir sig þrjár dætur, Zoë Völu, f. 1995, Phoebe Sóleyju, f. 1998, og Hebu Leigh, f. 2005.
Frank fluttist til Íslands árið 1991. Hann kvæntist Auðbjörgu Halldórsdóttur árið 1992. Þau skildu 2021.
Frank kom víða við á starfsævi
sinni á Íslandi. Hann var um tíma kennari við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum og Menntaskóla Borgarfjarðar. Hann rak veitingastaðinn Vegamót á árabilinu 1997-2000 og Reykjavík Bagel Company árið 2003-2005.

Frank starfaði undanfarin ár sem leiðsögumaður og pistlahöfundur fyrir Iceland
Review.  Frank var með eindæmum fróður og mikill áhugamaður um sögu, pólitík og vísindi.
Eftirlifandi foreldrar Franks eru Victoria Leigh, f. 1939, og Frank E. Sands, f. 1936. Stjúpforeldrar Franks eru Brinna B. Sands, f. 1939, og Timothy Weaver, f. 1940. Þau eru
búsett í Bandaríkjunum. Útför Franks fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
18. október kl. 13.00.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -