Þriðjudagur 15. október, 2024
5.7 C
Reykjavik

Tvær hugmyndir Katrínar í tilefni stjórnarslita: „Staða sem lýsir vanvirðingu Alþingis“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Katrín Oddsdóttir kemur með tvær hugmyndir í tilefni stjórnarslita í nýlegri Facebook-færslu.

|
Katrín Oddsdóttir lögfræðingur

Lögfræðingurinn Katrín Oddsdóttir skrifaði færslu í gær á Facebook sem vakti athygli en þar viðrar hún tvær hugmyndir í tilefni stjórnarslita ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar. Fyrri hugmyndin snýr að stjórnarskrármálinu margumtalaða.

„1. Stjórnarskrármálið er búið að vera fast í Alþingi í meira en áratug. Nú gefst öllum flokkum tækifæri til að standa saman og breyta því HVERNIG stjórnarskránni er breytt fyrir kosningar og koma þjóðinni að borðinu þar. Þannig væri hægt að virkja þá staðreynd að þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Þetta myndi taka þetta gríðarmikilvæga mál úr þeim ömurlegu hjólförum sem það er í. Staða sem lýsir vanvirðingu Alþingis á niðurstöðum lýðræðislegrar þjóðaratkvæðagreiðslu.“

Seinni hugmyndin varðar sjókvíaeldi sem mikið hefur verið í umræðunni undanfarin ár en Katrín er mikill andstæðingur þess háttar starfsemi, eins og svo margir aðrir. Hér má lesa hugmynd Katrínar í heild sinni:

„2. Innviðaraðherra ætti að setja reglugerð sem kveður á um að fleiri leyfi verði ekki veitt til sjókvíaeldis fyrr en búið er að lagfæra skipulag þannig að ekki sé um viðvarandi lögbrot að ræða í leyfisveitingum. Svo þarf að eiga sér stað alvarleg umræða í þjóðfélaginu um HVORT við viljum frekara sjókvíaeldi eða ekki. Það er galið að þessi iðnaður, sem meiri hluti þjóðarinnar er andstæður, vaði bara uppi og haldi áfram að dreifa sér um firðina okkar með tilheyrandi mengun og umhverfisslysum.
Myndin sýnir sjósundssleggjur á Seyðisfirði í gær í samstöðu með þeim 75% íbúa sem vilja ekki sjókvíaeldi í fjörðinn.“

Og hér má sjá ljósmyndina af sundsjósleggjunum:

Sundsjósleggjur.
Ljósmynd: Facebook

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -