Þriðjudagur 15. október, 2024
5.7 C
Reykjavik

Dr. Gilbert birtir lista yfir vopn sem Bandaríkin senda Netanyahu: „Hættið að vopna Ísrael strax!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dr. Mads Gilbert hvetur til þess að þjóðir heims þrýsti á að Bandaríkin hætti að senda Ísraelum vopn.

Í nýlegu myndskeiði sem norski læknirinn og mannúðarfrömuðurinn Dr. Mads Gilbert, birtir hann lista yfir þau vopn sem Bandaríkin hefur sent Ísrael frá 7. október í fyrra og hvetur þjóðir heims til að þrýsta á Bandaríkin að hætta að senda vopnin til Ísrael.

Mads er staddur í Suður-Líbanon þar sem hann starfar á sjúkrahúsi sem tekur á móti slösuðum Líbönum eftir árásir Ísraelshers. „Hæ. Ég er enn staddur í Nabatiyeh, á sjúkrahúsinu en núna ætlum við að sýna ykkur þær tegundir vopna sem Bandaríkin hafa sent hernámsliði Ísraela,“ segir Mads í upphafi myndskeiðsins. Og heldur áfram: „Um er að ræða vopnabúr hryllilegra vopna og það er erfitt að ímynda sér að ekkert vestrænt ríki eða Evrópusambandið hefur staðið upp og gagnrýnt Bandaríkin! fyrir að vopna Ísrael á meðan á réttarhöld standa yfir hjá Alþjóðlega glæpadómstólnum vegna þjóðarmorðs á Palestínumönnum. Hvers vegna krafði ekkert evrópskt ríki Bandaríkin um að hætta hinum banvænu vopnasendingum?“ Því næst birti Mads lista og tölur yfir þau vopn sem Joe Biden hefur sent Ísraelum undanfarið ár.

Eftir að listinn hefur verið sýndur heldur Mads áfram en suð úr drónum Ísraelshers heyrist greinilega í myndskeiðinu: „Og drónarnir eru yfir okkur öllum stundum. En ég vil einnig sýna ykkur nokkur dæmi um þau meiðsl sem árásir Ísraelshers valda mannslíkamanum. Fórnarlamb sprengjuárásar sem kom til okkar í gærnótt, sennilega eftir drónaeldflaug sem Ísraelar bjuggu til, eða Bandaríkjamenn, við vitum það ekki. Hann hlaut fjöláverka, fætur hans voru illa farnir og hann var með sprengjubrot í hálsinum. Hinir snjöllu og vinnusömu skurðlæknar, hjúkrunarfræðingarnir, svæfingateymið og fólkið á bráðamóttökunni hér á spítalanum, bjargaði lífi hans. Þeir reyndu að drepa hann en heimamenn björguðu honum.“

Mads birtir síðan nokkrar ljósmyndir og myndskeið frá lífsbjörginni og segir síðan harður: „Stöðvið þetta. Hættið að vopna Ísrael strax!“

Hér má sjá myndskeiðið:

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -