Rapparinn Kanye West vildi sofa hjá móður eiginkonu sinnar en það er Page Six sem greinir frá þessu. Í skjölum sem blaðið hefur undir höndum er sagt frá því að rapparinn hafi sent Bianca Censori sms-skilaboð um slíkt en gögnin eru hluti af málsókn Lauren Pisciotta gegn rapparanum en hún vann með West frá 2021 til 2022. Hún hefur meðal annars ásakað listamanninn um að hafa byrlað sér ólyfjan og brotið á sér kynferðislega.
Í gögnunum segir að West hafi í gegnum árin sóst eftir því að sofa hjá mæðrum þeirra sem hann er í sambandi með og það sé kynferðisblæti hans.
Pisciotta segir að í sms-skilaboðum West til Censori hafi hann skrifað „Ég vil ríða mömmu þinni. Áður en hún fer,“ og sagði svo við í næstu skilaboðum „Ég vil bæta því við að ég vil að þú horfir á mig ríða mömmu þinni,“ en hún heldur því fram að hún hafi skjáskot af þessum samskiptum.
„Hún er gift. Ég ætla að ríða einhverjum um helgina og segja þér frá því næst þegar þú ert inn í mér,“ á svar Censori að hafa verið við skilaboðum West en á þeim tímapunkti voru þau ekki gift.
Hjónin hafa verið mikið í fréttunum síðan þau giftu sig og hafa foreldrar Censori sagt við fjölmiðla að þau hafi miklar áhyggjur af henni. Talið er að hjónabandinu sé nærri lokið en hjónin hafa lítið sést saman á undanförnum vikum. Þau giftu sig í lok 2022.