Silja Bára Ómarsdóttir prófessor íhugar nú að bjóða sig fram sem rektor Háskóla Íslands en nýr rektor mun taka við embættinu 1. júlí á næsta ári og gegna stöðunni til 30. júní 2030.
Athygli vakti að Silja Bára Ómarsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands vék af fundi Háskólaráðs þegar umræða var um framkvæmd rektorskjörs.
Mannlíf heyrði í Silju Báru sem staðfesti að hún væri að íhuga framboð til rektors Háskóla Íslands. „Já, ég er að hugsa það,“ svaraði Silja og sagði það vera ástæðuna fyrir því að hún vék af fundi Háskólaráðs.
En hverjar verða áherslur hennar í framboðinu?
„Ég er að hugsa um fjármögnun háskólastigsins og gegnsæi í starfi háskólans, svona fyrst og fremst.“