Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Þórunn þakkar Einari borgarstjóra: „Við erum frek“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einar Þorsteinsson borgarstjóri er sennilega óvinur númer eitt hjá kennurum landsins í dag og þá sérstaklega í Reykjavík eftir ummæli sem hann sé falla fyrir helgi.

„Mér finnst einhvern veginn öll tölfræði, til dæmis bara um skólana okkar, benda til þess að við séum að gera eitthvað algerlega vitlaust. Að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr. Kenna minna og með fleiri undirbúningstíma,“ sagði borgarstjórinn á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Ekkert nema letingjar

Þórunn Sif Böðvarsdóttir kennari í Reykjavík birti fyrr í dag kaldhæðnislegan pistill en sá er stílaður á Einar.

Takk fyrir að benda okkur kennaraletingjunum á hvað við erum frek og nennum ekki að vinna vinnuna okkar. Þessi ræða þín verður örugglega til þess að nú hunskast allir kennarar, ef kennara skyldi kalla, til að fara að vinna vinnuna sína,“ skrifar Þórunn til Einars í pistlinum sem birtist á Vísi.

Takk fyrir að benda kennurum á hvað það er dýrt fyrir sveitarfélögin að þeir séu svona mikið veikir, ég er viss um að ræðan þín verði nú til þess að við förum nú að hætta því veseni. Fussum svei! Það er svo ótrúlega dýrt fyrir sveitarfélögin að vera með svona lata kennara sem nenna ekki að vinna vinnuna sína.

Takk fyrir að benda okkur á að það er nú helber óþarfi að vera með „einhverja“ undirbúningstíma eins og þú orðaðir það svo fagmannlega. Við ættum nú bara að geta staðið óundirbúin fyrir framan 25 manna hóp og talað í átta tíma á dag. Þú sýndir það og sannaðir með ræðu þinni að það er hægt að standa og tala fyrir framan nokkur hundruð manns alveg óundirbúinn og uppskera lófaklapp!“

Kennslan er lúxusstarf

- Auglýsing -

Þá þakkar Þórunn fyrir að kennurum hafi verið sýnt að þeir séu góðum höndum Einars og hann beri mikla virðingu fyrir starfsmönnum borgarinnar.

„Takk fyrir að opna augu okkar kennaraletingjanna fyrir því að 690 þúsund króna laun (fyrir skatt) eftir fimm ára háskólanám eru fullboðleg fyrir svona lúxusjobb. Ég er sannfærð um að þessi ræða þín verði til þess að við kennarar, ef kennara skyldi kalla, girði sig nú í brók og hætti þessari heimtufrekju. Að nýútskrifaðir kennarar sem hafa farið til betur launaðra starfa sjái nú villu síns vegar og flykkist aftur inn í skólana.

Takk!“ skrifar Þórunn að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -